Vilja opna nýja IKEA

IKEA-búðin í Garðabæ hefur gengið vel.
IKEA-búðin í Garðabæ hefur gengið vel. mbl.is/Hjörtur

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir talsverðar líkur á því að opnuð verði IKEA-verslun á Akureyri ef efnahagsástandið heldur áfram á sömu braut og verið hefur.

Búðin yrði þá um 4-5 þúsund fermetrar og mundi innihalda vinsælustu vörurnar, en ekki er talið að rekstrargrundvöllur sé fyrir álíka stórri búð og er í Garðabæ.

IKEA hefur verið að prófa sig áfram erlendis, t.d. á Kanaríeyjum og Mallorca, með minni búðir en áður hafa verið opnaðar og Þórarinn segir í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag, að áhugi sé fyrir því að gera hið sama á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert