Bjargaði mæðgum frá drukknun

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem staddur er á Tyrklandi í fríi með eiginkonu sinni, Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, bjargaði tyrkneskum mæðgum frá drukknun með því að stökkva út í sjóinn í fullum klæðum. Ragnhildur greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. 

Á vefmiðlinum Pressunni er færsla Ragnhildar í heild sinni en þar segir að ung stúlka hafi dottið í sjóinn við höfnina í borginni Izmir þar sem Ragnhildur og Vilhjálmur voru stödd. Móðir stúlkunnar stökk á eftir henni, en þær kunnu hvorugar að synda. Vilhjálmur var þá snöggur á sér og stökk á eftir þeim í öllum fötunum til þess að bjarga þeim, og tókst það. 

„Ég mun seint gleyma þessu. Myndin af Villa syndandi í öllum fötum í höfninni (Liman) í Izmir mun seint líða mér úr minni,“ skrifar Ragnhildur í færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert