Elskar Ísland en finnst maturinn furðulegur

Pollack varð um að sjá sviðakjamma. Hún þóttist fullviss um …
Pollack varð um að sjá sviðakjamma. Hún þóttist fullviss um að þetta gæti ekki verið höfuð af kind. Arnaldur Halldórsson

„Ísland, ég elska þig, en maturinn í matvöruverslunum er furðulegur.“ Þetta skrifar ferðalangurinn Hilary Pollack og birtir myndir af íslensku sælgæti og sveskjugraut.

„Ég ætti líklega að biðja alla Íslendinga sem kunna að lesa þetta afsökunar fyrirfram. Ísland er einn af mikilfenglegustu stöðum á allir jörðinni,“ byrjar Pollack pistil sinn á og segir að menningin blómstri einnig í landinu. „En ég er ekki að reyna að móðga neinn þegar ég segist vera ringluð þegar kemur að matnum. Maturinn er bara furðulegur.“

Pollack segist vita að mörgum finnist þjóðlegur íslenskur matur frekar ógeðslegur. Nefnir hún hákarlinn til sögunnar þó að hún hafi ekki smakkað hann meðan hún dvaldi á Íslandi.

Hins vegar þurfti hún að fara í íslenska matvöruverslun og þar byrjar ballið. „Það var búið að vara mig við að allt væri mjög dýrt á Íslandi,“ skrifar Pollack. Hún segir úrvalið í mjólkurkælinum hafa verið yfirþyrmandi. „Á Íslandi eru svo margar tegundir af mjólk! Ég held að þeir séu mjólk! Alla vega held ég að þetta hafi allt verið mjólk.“

Þegar kom að frosnum matvælum segir hún frosið dýrshöfuð hafa blasað við sér. „Þetta var eins og að sjá einhvern frægan innfæddan. Hrúgur af hausum með litlar tennur sem stungust undan þunnum vörum.“

Pollack segir að hún hafi því ákveðið að snúa sér að sælgætinu. Það hlyti að vera öruggt. „Rangt! Svo rangt.“ Hún segir að Íslendingar „mengi“ sælgæti með lakkrísbragði.

„En þrátt fyrir allt þetta þurfti næstum að draga mig út úr matvörubúðinni. Þetta var svo furðuleg og undursamlega ljót veröld þarna inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert