Húni II á leið frá Noregi

Þorsteinn Pétursson, varaformaður Hollvinasamtaka Húna II, um borð í skipinu.
Þorsteinn Pétursson, varaformaður Hollvinasamtaka Húna II, um borð í skipinu. Skapti Hallgrímsson

Húni II er nú á heimleið eftir að hafa tekið þátt í norrænu strandmenningarmóti í Noregi. Báturinn var á stími út Óslóarfjörð í gær þegar rætt var við Þorstein Pétursson, varaformann Hollvinasamtaka Húna II. Komið verður við í Færeyjum á heimleiðinni.

„Það tóku þátt yfir 300 bátar og nokkur þúsund manns komu í heimsókn,“ sagði Þorsteinn. Um er að ræða árlegt mót og byrjaði mótshaldið á Húsavík fyrir fjórum árum. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskum báti var siglt til útlanda til að taka þátt í mótinu.

Húni II flutti út trilluna Ríkey sem var smíðuð á Vatnsleysuströnd 1920 og var nýlega endurbyggð. „Það voru þarna tveir íslenskir bátar, lítill súðbyrðingur og stærsti plankabátur Íslendinga,“ sagði Þorsteinn.

Ríkey. Trillan er frá 1922 en var endurbyggð og fór …
Ríkey. Trillan er frá 1922 en var endurbyggð og fór með til Noregs. Ljósmynd/Hollvinasamtök Húna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert