Þjóðin fyrirgefi isTV „ófyrirséð úpps“

Þau Mummi, Jóna María Haf­steins­dótt­ir, Kol­brún Ingi­bergs­dótt­ir, Har­ald­ur Sig­ur­jóns­son, Sig­ur­jón …
Þau Mummi, Jóna María Haf­steins­dótt­ir, Kol­brún Ingi­bergs­dótt­ir, Har­ald­ur Sig­ur­jóns­son, Sig­ur­jón Har­alds­son, Jón E. Árna­son, Aðal­heiður Sigrún­ar­dótt­ir og Bonni eru teymið að baki sjón­varps­stöðinni iSTV. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var svona ófyrirséð úpps, en við vonum að þjóðin finni það í hjarta sér að fyrirgefa okkur þetta úpps í smástund,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, einn aðstandenda nýju sjónvarpsstöðvarinnar isTV. Villumelding með skilaboðunum „Afsakið hlé“ hefur þakið skjái áhorfenda stöðvarinnar í dag.

Guðmundur segir stjórnendur stöðvarinnar hafa glímt við tæknileg vandamál sem urðu þess valdandi að útsendingar trufluðust, en hann á von á að stöðin fari aftur í loftið á allra næstu dögum.

„Við litum svo á að betra væri að setja afsakið hlé en að senda út í kolvitlausum gæðum. Við munum hins vegar koma tvíefld á skjái landsmanna eigi síðar en skömmu síðar,“ segir Guðmundur.

Fengið frábærar viðtökur

Stöðin fór í loftið fimmtudaginn 17. júlí og er áhersla lögð á grasrótarstarf í íslenskri þáttagerð og stuttmyndum. Stefna stjórnendur isTV á að framleiddir verði 20 þættir á viku, en á sunnudögum mun ungu kvikmyndagerðarfólki bjóðast að sýna stuttmyndir, bæði nýjar og gamlar, á stöðinni.

Guðmundur kveðst vera gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem stöðin hefur fengið fyrstu dagana.

„Við höfum bara fengið jákvæð viðbrögð og það er gríðarlega gaman að heyra, enda erum við ekki í þessu á neinum forsendum öðrum en þeim að gleðja fólk og hafa gaman að þessu,“ segir Guðmundur.

Fréttir mbl.is:

„Hér munu fæðast stjörnur“

Hér var stuðið í gærkvöldi

Ný íslensk sjónvarpsstöð

Þessi skjámynd hefur þakið skjái áhorfenda isTV í dag.
Þessi skjámynd hefur þakið skjái áhorfenda isTV í dag. Ljósmynd/Vefsíða isTV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert