Minnast fórnarlamba voðaverkanna

Minningarlundur um atburðina í Ósló og Útey í Vatsmýri.
Minningarlundur um atburðina í Ósló og Útey í Vatsmýri. mbl.is/Rósa Braga

Ungir jafnaðarmenn boða til minningarathafnar um voðaverkin í Ósló og Útey á morgun, þriðjudaginn 22. júlí, kl. 20:00 í minningarlundinum í Vatnsmýri.

Á morgun verða fjögur ár liðin frá því að Anders Behring Breivik lét til skarar skríða gegn borgurum í Ósló og ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins í Noregi, AUF. Í árásunum létust 77 manns, þar af 69 ungmenni í Útey.

AUF er systurhreyfing Ungra jafnaðarmanna og því hafa Ungir jafnaðarmenn brugðið á það ráð að halda athöfn árlega í Vatnsmýrinni til minningar um fallna félaga, segir í fréttatilkynningu.

Allir eru velkomnir að taka þátt í athöfninni sem verður látlaus og stutt, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert