Næsta regnsvæði skammt undan

Sunnlendingar ættu endilega að nýta þurrkinn til útivistar, á meðan …
Sunnlendingar ættu endilega að nýta þurrkinn til útivistar, á meðan hann endist. mbl.is/Styrmir Kári

Höfuðborgarbúar nutu þess að eiga bjartan og þurran sunnudag í gær, eftir mikið rigningaveður í júlí. Útlit er fyrir að hann hangi þurr á Suðurlandi næstu daga, en næsta regnsvæði er þó ekki langt undan, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Grunn sumarlægð suðvestur af landinu er nægilega öflug til að spilla frekari þurrki að sögn Trausta, en samt öllu veigaminni en flestar þær sem gengið hafa yfir að undanförnu. Þetta kemur fram á veðurbloggi Trausta, Hungurdiskum, þar sem hann rýnir í veðurspárnar.

Í þurrkasumrunum hér fyrir nokkrum árum hefði mátt ganga út frá því sem vísu að lægðin þokaðist til suðausturs - frá okkur. Nú er annað uppi - auðvitað fer hún beint til norðurs næstu daga. Þótt hún grynnist er hún vel grunduð af öflugri háloftalægð sem á að halda okkur við efnið: Óstöðugt loft, lægðarbeygju og tilheyrandi skúradembur,“ segir Trausti.

Þetta veðurlag á að endast alla vikuna, en enn er ekki fullvíst hvort eiga megi von á djúpri lægð með enn meiri rigningu næstu helgi.

Sem fyrr í sumar er útlit fyrir að besta veðrið þessa vikuna verði norðaustanlands.

Sjá einnig veðurvef mbl.is

Snú, snú í sólinni.
Snú, snú í sólinni. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert