Ráðherra velur í embættin

Verulegar breytingar hafa orðið undanfarna tvo áratugi á umdæmaskipan sýslumanna.
Verulegar breytingar hafa orðið undanfarna tvo áratugi á umdæmaskipan sýslumanna. mbl.is/Árni Sæberg

Það skýrist sennilega síðar í þessari viku hverjir setjast í embætti sýslumanna og lögreglustjóra landsins þann 1. janúar næstkomandi, að sögn Þórólfs Halldórssonar, formanns Sýslumannafélags Íslands.

Alþingi samþykkti 14. maí sl. tvö frumvörp þar sem embættum sýslumanna var fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum, og þar með embættum lögreglustjóra, var fækkað úr 15 í níu. Yfirstjórn lögreglu var aðskilin frá yfirstjórn sýslumannsembætta.

„Sýslumenn gátu látið ráðuneytið vita hvaða nýjum embættum þeir sæktust eftir,“ sagði Þórólfur. Þeir gátu hvort heldur sóst eftir nýju sýslumannsembætti eða lögreglustjóraembætti. Þórólfur sagði ekki útilokað að einhver hinna nýju embætta gengju af og kvaðst reikna með að þau yrðu þá auglýst laus til umsóknar. Hann benti á að þótt embættunum fækkaði þá myndi störfunum ekki fækka jafn mikið og virtist fljótt á litið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert