Spá 23 stiga hita á morgun

Svona lítur veðurkort morgundagsins út. Blíða fyrir austan.
Svona lítur veðurkort morgundagsins út. Blíða fyrir austan. Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Besta veðrið verður á Austurlandi á morgun. Búast má við 23 stiga hita við Egilsstaði og nágrenni. Búast má við svipuðum hitatölum á Norðausturlandi. Höfuðborgarbúar þurfa hins vegar að sætta sig við 12-17 stig. Það þurfa þeir sem nú dvelja á Vestfjörðum einnig að gera. 

Sjá frétt mbl.is: „Það eru allir á leiðinni austur“

Næsta sólarhringinn spáir Veðurstofan því að á höfuðborgarsvæðinu verði hægur vindur en skýjað að mestu og lítilsháttar væta. Heldur hvassara og rigning verður um tíma í nótt. Suðaustan 5-10 m/s á morgun og bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 12 til 17 stig.

Á Vestfjörðum er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, skýjuðu og stöku skúrum. Suðlægari átt verður á morgun og rigning um tíma. Hiti 12 til 17 stig.

Á veðurkortinu fyrir Strandir og Norðurland vestra má sjá norðlæga átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og þokuloft eða súld við ströndina. Á morgun verður hæg suðlæg átt, bjart með köflum og úrkomulítið eftir hádegið. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast í innsveitum.

Þeir sem nú eru á Norðurlandi eystra eiga von á suðlægari átt á morgun og léttskýjuðu. Hiti verður 13 til 23 stig.

Austurland að Glettingi: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum. Suðlægari átt á morgun og léttskýjað. Hiti 13 til 23 stig.

Austfirðir: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en líkur á þokulofti við sjóinn. Hiti 10 til 17 stig.

Suðausturland: Hæg suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og víða þokuloft, en austan 5-10 m/s og rigning í kvöld og nótt. Hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 17 stig.

Suðurland: Suðaustan 5-10 m/s syðst, annars hægari. Skýjað og dálítil rigning í kvöld og nótt, en skýjað með köflum og smáskúrir á morgun. Hiti 11 til 18 stig.

Miðhálendið: Suðaustlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað með köflum og dálitlir skúrir, en rigning eða súld í nótt. Bjart með köflum fyrir norðaustan. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert