Stefán segir aðkomuna skelfilega

Stefán Haukur Jóhannesson starfar fyrir eftirlitssveit ÖSE
Stefán Haukur Jóhannesson starfar fyrir eftirlitssveit ÖSE

Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sem starfar fyr­ir eft­ir­lits­sveit ÖSE í Úkraínu, var á leið á lestarstöðina þar sem búið er að koma fyrir líkum þeirra sem fórust með flugi MH17 þegar mbl náði af honum tali í dag.

Eft­ir­lits­menn á veg­um ÖSE hafa verið á svæðinu og fylgst með því að vegs­um­merkj­um sé ekki spillt en aðgengi þeirra að flaki vél­ar­inn­ar hef­ur hins ­veg­ar verið tak­markað af aðskilnaðar­sinn­um.

Stefán Haukur segir sveitirnar hafa fengið mjög gott aðgengi að staðnum í dag og í gær. „Við höfum átt í samskiptum við aðskilnaðarsinnana og þeir veita okkur öryggi. Þetta er fjórði dagurinn sem við erum hér og fyrsta daginn voru þeir að meina okkur aðgang að svæðinu en það hefur ræst verulega úr því,“ segir hann.

Búið að fjarlægja flest líkin

Aðstæðurnar segir hann þó vera mjög erfiðar og aðkomuna hafa verið skelfilega. „Það var verið að fjarlægja líkamsleifar og líkamshluta í gær og því verður haldið áfram í dag. Núna er verið að vinna í því að koma þeim fyrir í kælivögnunum.“

Hann segir að svo virðist sem búið sé að ná stórum hluta þeirra sem voru um borð í vélinni.

Þrír hol­lensk­ir rétt­ar­meina­fræðing­ar komu í dag á staðinn þar sem þeir munu vinna að því að bera kennsl á lík fólksins. Hann segir vinnu þeirra ekki vera hafna en gat þó ekki tjáð sig frekar um málið.

Hol­lend­ing­arn­ir eru fyrstu alþjóðlegu rann­sak­end­urn­ir sem mæta á staðinn, en til þessa hafa aðeins eft­ir­lits­mennirnir á veg­um ÖSE verið þar.

Átök skammt frá lestarstöðinni

Til átaka kom í borginni Donetsk í dag, sem er aðeins í um sextíu kílómetra fjarlægð frá lestarstöðinni þar sem líkin eru geymd. Fjórir létust í átökunum og fjölmargir almennir borgarar lögðu á flótta.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, sagði í sjón­varps­ávarpi frá Moskvu snemma í morg­un að lyk­il­atriði væri að alþjóðleg­ir rann­sak­end­ur fengju greiðan og ör­ugg­an aðgang að brot­lend­ing­arstaðnum. Þá hét hann fullri skuld­bind­ingu við að koma á sátt­um í Úkraínu­deil­unni.

„Rúss­ar munu gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að deil­an í aust­ur­hluta Úkraínu fari úr hernaðarátök­um yfir í friðsam­leg­ar og diplóma­tísk­ar samn­ingaviðræður,“ sagði Pútín. 

Stefán Haukur segir sveitirnar hafa fengið gott aðgengi að staðnum …
Stefán Haukur segir sveitirnar hafa fengið gott aðgengi að staðnum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert