Tvö innbrot í sumarbústaði

Fjölmargir sumarbústaðir eru í Grímsnesi.
Fjölmargir sumarbústaðir eru í Grímsnesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Hraunborgum í Grímsnesi í vikunni sem leið. Talið er að þjófarnir hafi verið að verki um síðustu helgi. Flatskjá var stolið úr öðrum bústaðnum og rafmagnsverkfærum úr hinum.

Þá urðu tveir harðir árekstrar á Suðurlandsvegi í Flóa á föstudag, með klukkutíma millibili. Í öðru tilvikinu tók ökumaður U-beygju á móts við Arnarstaði og lenti framan á bifreið sem kom á móti. 

Hinn áreksturinn varð þar sem bifreið var ekið af Skeiðavegi inn á Suðurlandsveg í veg fyrir bifreið sem var ekið til vesturs. Sjö voru samtals í bifreiðunum. Allir voru fluttir á heilsugæsluna á Selfossi til skoðunar. Enginn reyndist alvarlega slasaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert