Stefán dregur umsóknina til baka

Matsnefnd hefur nú farið yfir umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu og skilað innanríkisráðherra niðurstöðu sinni. Það vekur athygli að Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Eyþór Björnsson fiskistofustjóri drógu báðir umsókn sína til baka. 

24 umsóknir um embættið bárust upphaflega. Matsnefndin var skipuð til að meta hæfni umsækjenda og hefur nú skilað ráðherra niðurstöðu sinni. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri Samgöngustofu verði skipaður eigi síðar en 5. ágúst næstkomandi.

Stefán staðfestir í samtali við mbl.is að hann hafi dregið umsókn sína um embætti Samgöngustofu tilbaka en að umsókn hans um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar standi enn. Hann vildi að öðru leiti ekki tjá sig um ástæður þess að hann dró umsóknina tilbaka. 

Sjá frétt mbl.is: Stefán sækir um hjá Samgöngustofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert