Áhugi sýndir á leigu útvarpshússins við Efstaleiti

Útvarpshúsið við Efstaleiti - Áhugi hefur verið sýndur á því …
Útvarpshúsið við Efstaleiti - Áhugi hefur verið sýndur á því að leigja efri hæðir hússins

Ýmsir aðilar hafa sýnt leigunni á efri hæðum útvarpshússins við Efstaleiti áhuga. Fjórða og fimmta hæð hússins voru auglýstar til leigu fyrr í mánuðinum, en ekki hefur enn verið óskað eftir formlegum tilboðum. Þetta kemur fram í svörum Önnu B. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra rekstrar, fjármála og tækni hjá RÚV, við fyrirspurn mbl.is.

Ekki fékkst gefið upp hvaða aðilar hafi sýnt leigunni áhuga. Stefnt hefur verið að því að selja húseign RÚV, alla eða hluta hennar, og hefur leiga húsnæðisins verið kynnt sem einn möguleiki í því ferli, að sögn Önnu. Ætlunin hefur verið að leigja húsnæðið út í haust og á sama tíma horfa til langtímalausna varðandi sölu á húsinu, hvort sem er á hluta þess eða í heild. 

Minna í umbúðirnar

Markmiðið með þessu er að sem stærstur hluti ráðstöfunartekna RÚV nýtist beint í dagskrá og innihald en sem minnst í umgjörð og umbúðir. Breytingarnar nú miða að því að opna og bæta vinnustaðinn á sama tíma og rekstrarhagræði næst. Með því að opna rýmið á fyrstu tveimur hæðunum og þétta hópinn er stefnt að auknu samstarfi milli starfsfólks RÚV þvert á miðla og deildir. Nýir stjórnendur telja starfsemi RÚV rúmast betur á fyrstu tveimur hæðum hússins og að þetta fyrirkomulag þjóni markmiðum og nýjum áherslum mun betur, segir í svörum Önnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert