Opna aftur eftir bruna

Kauptún á Vopnafirði var opnað í gær eftir að verslunin …
Kauptún á Vopnafirði var opnað í gær eftir að verslunin brann 14. júlí. mbl.is/Golli

Eina kjörbúð Vopnafjarðarbæjar, Kauptún, var opnuð á ný í gær eftir að eldur kom upp í versluninni 14. júlí síðastliðinn. Urða þurfti nokkur tonn af vörum auk þess sem henda þurfti öllum kælum og frystum, að því því er fram kemur á vef Austurfrétta.

„Þetta var kannski meira en fólk gerði sér grein fyrir í upphafi, það þurfti að henda öllu og byrja upp á nýtt í rauninni,“ segir Nikulás Árnason, verslunarstjóri Kauptúns á Vopnafirði. Hann segir að menn á vegum tryggingafélags verslunarinnar hafi nú málað hana upp á nýtt og lagfært gólf. 

Nikulás nefnir að fljótlega eftir brunann hafi eigendur Ollasjoppu haft samband við sig og pantað aukalega af ýmsum nauðsynjavörum. 

„Okkur vantar ennþá ýmsar vörur en þetta er allt að koma,“ segir Nikulás.

Aðspurður um eldsupptök segir hann að kviknað hafi í út frá rafmagnstæki á lager.

Hann segir að undanfarnir dagar hafa verið langir hjá umsjónarmönnum verslunarinnar en allt hafi þetta nú hafist.

Edda Björk Vatnsdal, starfskona Ollasjoppu, segir í viðtali við mbl.is að mikið hafi verið að gera í sjoppunni síðustu daga enda hafi hún reynt að fylla í skarð Kauptúns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert