Fasteignasala eykst mikið frá fyrra ári

16% meiri velta var í fasteignaviðskiptum á fyrstu 28 vikum …
16% meiri velta var í fasteignaviðskiptum á fyrstu 28 vikum ársins á höfuðborgarsvæðinu en 2013. mbl.is/Sigurður Bogi

Velta þinglýstra kaupsamninga með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu var 16% meiri á fyrstu 28 vikum ársins en á sama tímabili í fyrra. Aukningin í veltu frá 2012 er tæplega 41%.

Þetta má lesa út úr tölum Þjóðskrár Íslands yfir fasteignaviðskipti en hún hefur nýbirt tölur yfir veltu í 28. viku ársins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Meðalupphæð kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu 28 vikum þessa árs var 36,3 milljónir króna borið saman við 34,6 milljónir á sama tímabili í fyrra og 32 milljónir á árinu 2012. Meðalupphæðin hefur því hækkað um 13,4% frá árinu 2012.

Hálfdrættingur á við 2007

Þrátt fyrir að fasteignaviðskipti hafi glæðst mikið á síðustu misserum er veltan á höfuðborgarsvæðinu nú aðeins tæplega helmingur veltunnar 2007. Fóru þá saman mikil útlán og hækkun raunverðs fasteigna sem náði sögulegu hámarki haustið 2007.

Dæmi er um að nýjar íbúðir seljist talsvert áður en þær eru fullbúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert