Gagnrýnir skipulagsferlið

Páll Rafnar segir aðra íbúa við götuna hafa lýst óánægju …
Páll Rafnar segir aðra íbúa við götuna hafa lýst óánægju með framkvæmdirnar og ekki síður hvernig staðið var að kynningu breytinganna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki eru allir íbúar Garðastrætis í Reykjavík á eitt sáttir um framkvæmdir sem standa yfir í götunni en þak húss númer 21 hefur verið rifið, þar sem til stendur að hækka bygginguna um eina hæð.

Einn íbúa hefur kært veitingu byggingaleyfis vegna framkvæmdanna og farið fram á tafarlausa framkvæmdastöðvun, bæði vegna persónulegra hagsmuna og afgreiðslu málsins af hálfu borgaryfirvalda, sem hann segir fyrir neðan allar hellur.

„Byggingin sem þarna er að rísa kemur til með að skyggja á útsýnið; ég held að þetta muni rýra verðmæti eignar sem ég er tiltölulega nýbúinn að kaupa og þannig er þetta persónulega óþolandi,“ segir Páll Rafnar Þorsteinsson, íbúi við Garðastræti, en hann hefur farið þess á leit við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfið verði afturkallað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert