Glæsiveður á Húsavík í aðdraganda Mærudaga

Frá veitingastaðnum Gamla bauk í kvöldsólinni í kvöld.
Frá veitingastaðnum Gamla bauk í kvöldsólinni í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hitinn á landinu var mestur á Húsavík í dag þar sem hann fór upp í 23,3 stig. Lofar það góðu fyrir bæjarhátíðina Mærudaga sem hefst á morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var við veitingastaðinn Gamla bauk var enn hlýtt klukkan 21 í kvöld en hitinn var þá um 18 stig. Græni liturinn sem prýðir staðinn er hluti af skreytingunni fyrir Mærudaga en grænn er hverfislitur staðarins. Búist er við að ljúfviðrið haldist áfram fyrir norðan fyrripart dags á morgun en um kvöldið gæti farið að væta. 

Óvenjulítill vindur var á landinu í dag. Á Norðurlandi var víða algjört logn og á Suðurlandi var sömuleiðis lítill vindur. Mestur var vindurinn í Grundarfirði þar sem hann fór upp í 15,7 metra á sekúndu. 

Spáin fyrir helgina er ekki ósvipuð fyrir landið allt. Á höfuðborgarsvæðinu munu skiptast á skin og skúrir. Ekki er þó spáð mikilli úrkomu. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert