Mælingar gefa til kynna meiri makríl fyrir austan

Í fyrra mældust um 1,5 milljónir tonna í lögsögunni, svipað …
Í fyrra mældust um 1,5 milljónir tonna í lögsögunni, svipað og árið á undan. mbl.is/Árni Sæberg

Grófar niðurstöður úr rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna að meira sé af makríl út af Austurlandi en verið hefur undanfarin ár. Leiðangurinn hófst 11. júlí og reiknað er með að hann standi til 11. ágúst.

Leiðangursmenn hafa einnig mælt makrílgengd fyrir norðan landið en þar var lítið að finna. Þá á eftir að framkvæma mælingar við sunnan- og vestanvert landið. Sveinn Sveinbjörnsson er leiðangursstjóri.

„Við erum komnir með grófa niðurstöðu á þeim svæðum sem við erum búnir að kanna. En við eigum eftir að mæla mjög stórt svæði og því erfitt að segja hver heildarniðurstaðan verður,“ segir Sveinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert