Fjórir hvalir veiddust í gær

Fláning í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Fláning í Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/RAX

Hvalbátanir komu með fjórar langreyðar til vinnslu í Hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. Aftur virðist vera að lifna yfir hvalveiðunum eftir þoku og brælu að undanförnu.

„Það hafa verið miklar þokur sem hafa tafið okkur frá veiðum, lítið skyggni og hvalirnir hverfa í þokuna,“ sagði Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalstöðinni, í gær. Þá voru Hvalur 8 og Hvalur 9 með tvo hvali hvor á síðunni á leið inn í Hvalfjörð.

Gunnlaugur segir að stutt sé á miðin, aðeins um 12 tíma stím í land. Hann segir einstakt að þegar Hvalur 8 komi að bryggju verði aðeins 25 klukkustundir liðnar frá því báturinn hélt til veiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert