Fyrsta máltíð eftir föstu á Nauthóli

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var meðal gesta.
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var meðal gesta. Kristinn Ingvarsson

Félag Horizon stóð fyrir svonefndum iftar kvöldverði á Nauthóli í kvöld. Iftar er fyrsta kvöldmáltíðin sem múslimar borða þegar sólin sest eftir föstu í Ramadan mánuðinum. Markmið félagsins er að efla félagsleg og menningarleg tengsl samfélagsins.

Að sögn Ersan Koyuncu, formanns félags Horizon, gekk kvöldið vel fyrir sig og mætingin var fram úr vonum. „Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hélt ræðu ásamt fulltrúum frá sendiráðum Bandaríkjanna og Indlands. Leikin var ljúf tónlist og kvöldið heppnaðist vel í alla staði,“ segir Ersan, en um 45 manns sátu borðhaldið.

Hugmyndin að baki kvöldverðinum er að kynna fólk af mismunandi þjóðerni, trúarbrögðum og menningarheimum fyrir hvort öðru með áherslu á skilning, virðingu og frið.

Ásamt Eyglóu og fulltrúum sendiráðanna tóku til máls Toshiki Toma, prestur innflytjenda, Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi og tyrkneski blaðamaðurinn Emre Oguz.

Fulltrúar frá indverska og bandaríska sendiráðinu héldu ræðu.
Fulltrúar frá indverska og bandaríska sendiráðinu héldu ræðu. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert