Hægrimenn nánast allir öfgamenn?

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég kann ekki skýringu á þessari orðræðu en sýnist hún hafi magnast verulega eftir hrun sósíalismanns fyrir 25 árum. Og það sem er merkilegast að það virðast ekki vera til öfgavinstrimenn í heiminum, allavega ekki um þessar mundir. Ekki einu sinni þótt vinstri menn strádrepi fólki víða um heim í nafni byltingarinnar.“

Þannig ritar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína í dag. Furðar hann sig þar á að hægrimenn séu í umræðum hér á landi gjarnan kallaðir öfgamenn en að sama skapi sé ekki talað um öfgavinstrimenn. Þá sé nokkuð áberandi í „málflutningi ákveðinna manna hér á landi að þeir sem ekki eru sammála þeim eru öfgamenn.“

Brynjar tekur sem dæmi í því sambandi umræðu um Evrópumál og innflytjendamál. „Þeir sem eru þeirra skoðunar að einhverjar reglur eigi að gilda um innflytjendur eru ekki bara öfgamenn heldur ali á andúð og hatri gegn útlendingum. Þeir sem ekki vilja ganga í ESB eru öfgamenn og einangrunarsinnar. Kveður svo ramt að þessu í seinni tið að hægri menn eru nánast allir öfgamenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert