Óþrifnaður við ruslastamp í Öskjuhlíð

Farið var að flæða upp úr ruslastampinum við Öskjuhlíð.
Farið var að flæða upp úr ruslastampinum við Öskjuhlíð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegfarendur í Öskjuhlíðinni vestanverðri hafa að undanförnu orðið varir við mikið rusl í kringum ruslastamp við göngustíg. Hefur snakk og annað rusl flotið upp úr stampinum og ekki verið hirt. Var greinilegt að stampurinn hafði ekki verið tæmdur í nokkurn tíma.

„Um er að ræða stamp sem settur var upp samhliða framkvæmdum við lagningu á nýjum hjólreiðastíg á svæðinu. Stígur var tilbúinn til notkunar fyrir um mánuði, en eftir var að afhenda hann skrifstofu reksturs og umhirðu til umsjár, sem jafnframt sér um losun ruslastampa á þessu svæði. Við höfðum því ekki vitneskju um þennan stamp og því fór sem fór,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Hún segir að eftir að ábending hafi borist borginni um umhirðu við ruslastampinn hafi ruslið verið tæmt úr honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert