Heimilisofbeldismál í forgang

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta var afgreitt í morgun í borgarráði,“ segir Stefán Eiríksson, sem í dag var ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Hann segist munu óska eftir lausn frá störfum sem lögreglustjóri frá og með 1. september. „Það er undir innanríkisráðherra komið hvenær það verður.“ 

Stefán vildi ekki útlista í smáatriðum hvað hann hygðist gera í nýju starfi. „Mér finnst ekki tímabært að vera með yfirlýsingar um hvað gerist næst. Starfið er afar áhugavert og krefjandi og gaman að takast á við verkefnin frá þessari hlið,“ segir Stefán.

„Ég þekki ágætlega mörg af þeim verkefnum sem eru inni á velferðarsviði frá þeirri hlið sem ég starfa í dag. Ég held það sé ágætt á báða bóga að koma með nýja sýn í velferðarmálin.“

Hann segir samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og velferðaryfirvalda á vera mjög gott. „Það er alveg klárt mál að það megi samt efla og styrkja. Við höfum verið með á teikniborðinu í nokkurn tíma samstarf varðandi heimilisofbeldismál. Ég held að það sé eitt af því sem allir þurfa að setja í forgang.“

Stefán sviðsstjóri velferðarsviðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert