Þjónustulausum fækkar ört

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Vonir standa til að ekkert heimili á landinu verði utan þjónustusvæðis Ríkisútvarpsins þegar notendur hafa gert ráðstafanir til að taka á móti stafrænum útsendingum en hliðrænum útsendingum verður alfarið hætt um áramótin.

Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknikerfa RÚV, segir að samkvæmt áætlun eigi allir að vera jafn vel eða betur settir eftir breytingarnar, en þó sé ljóst að ákveðin svæði, s.s. hálendið, hluti Hornstranda og sérlega djúpir dalir verði áfram skuggasvæði.

Gunnar segir að alls hafi 0,3% landsmanna verið þjónustulaus en vel hafi gengið að fækka á þeim lista.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert