Felldu tillögu um viðskiptaþvinganir

Í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Tillaga sem fól í sér fordæmingu á aðgerðum Ísraela á Gaza-svæðinu, var lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær.

Var tillagan lögð fram af fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarráði, en var felld með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.

Eftir að tillagan var felld létu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar færa til bókar að meirihluti bæjarráðs fordæmdi aðgerðir Ísraelsstjórnar á Gaza-svæðinu síðustu vikur, sem bitnað hefði fyrst og fremst á óbreyttum borgurum á svæðinu. Í bókuninni segir einnig að það sé ekki hlutverk bæjarfélagsins að svo stöddu að beita viðskiptaþvingunum vegna þessa, ekki frekar en þegar önnur átök eigi sér stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert