Hjólahelgi í september

Fundin hefur verið ný hjólaleið frá Vesturdal til Ásbyrgis
Fundin hefur verið ný hjólaleið frá Vesturdal til Ásbyrgis

„Göngufólk hafði verið að kvarta yfir hjólafólki því það hjólaði á gönguleiðum sem bannað var að hjóla á,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökli.

„Þá funduðum við, stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, með Landssamtökum hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbbnum og minni klúbbum. Þá komumst við að þeirri niðurstöðu að í sumar yrði bætt við nýrri hjólaleið frá Vesturdal til Ásbyrgis og að við héldum hjólahelgi 5.-7. september, þar sem leyft yrði að hjóla alla göngustíga, að göngustígnum hjá Dettifossi undanskildum,“ segir Hjörleifur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég var ekki til í að leyfa hjólreiðar á stígum þar sem ég tel að fólk sé óöruggt vegna hjólaumferðar. Þetta fyrirkomulag, að hafa hjólaumferð aðskilda frá gangandi vegfarendum, er fyrst og fremst vegna öryggisástæðna. Núna tókst okkur að finna göngustíg þar sem hjólareiðamenn munu ekki ógna öryggi ferðamanna. Ég hef prófað að hjóla stíginn og hann er mjög skemmtilegur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert