Millilandaflug frá Akureyri í pípunum

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svo gæti farið að millilandaflug hefjist frá Akureyri næsta sumar, en lággjaldaflugfélög frá bæði Þýskalandi, Bretlandi og Skandinavíu skoða nú þann möguleika að því er fram kemur á norðlenska fréttavefnum Vikudagur.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikudag að Easy Jet og Norwegian séu meðal þeirra flugfélaga sem sýnt hafi Akureyri áhuga. Hún staðfestir jafnframt að fleiri erlend flugfélög séu í sigtinu.

 „Við erum að vonast til þess að það verði hægt að hefja millilandaflug strax næsta sumar en það er ómögulegt að staðfesta það,“ segir Arnheiður í samtali við Vikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert