Pokaskortur hjá Fjölskylduhjálp

Mikið þarf af pokum við úthlutun matvæla.
Mikið þarf af pokum við úthlutun matvæla. mbl.is/Golli

Plastpokaskortur hefur sett strik í reikninginn hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Fyrir vikið hefur verið gripið til þess ráðs að kaupa um 3.000 plastpoka til að sinna brýnustu þörfinni, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar.

„Plastprent hefur séð okkur alfarið fyrir pokum undanfarin ellefu ár. En það er eitthvað minna um gallaða poka sem þeir eiga núna. Við neyddumst því til þess að kaupa 3.000 poka. Við hvetjum því skjólstæðinga okkar til þess að koma með töskur og plastpoka með sér því við eigum nóg með matinn. Við kaupum 80% af matvælunum sjálf,“ segir Ásgerður Jóna.

Hún hvetur jafnframt góðviljað fólk sem á poka heima við til að koma þeim til Fjölskylduhjálpar. Hún segir samtökin nota 90 þúsund til 120 þúsund poka árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert