Stjórnandi Sinfó mótmælti Ísrael á friðartónleikum

Ilan Volkov á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ilan Volkov á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mótmæli fóru fram í borginni Tel Aviv í Ísrael á þriðjudag, þar sem Ilan Volkov lék tónlist ásamt öðrum, til að mótmæla stjórnvöldum í Ísrael og aðgerðum þeirra.

Volkov hefur starfað sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin þrjú ár en mun láta af störfum eftir sumarið. Hann segir tónleikana á þriðjudaginn hafa heppnast vel.

„Tónleikarnir voru leiddir af ýmsum listamönnum og þegar skipuleggjendur spurðu mig hvort ég vildi spila þá náði ég í nokkra vini mína og við spiluðum saman,“ segir Volkov í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert