Blíðviðri í Skaftafelli

Ljúft og milt veður er í Skaftafelli í dag.
Ljúft og milt veður er í Skaftafelli í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Blíðviðri er í Skaftafelli en þar er um átján stiga hiti að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að um helgina verði úrkomulítið um allt land og telur líklegt að það muni haldast þurrt í dag á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Björns er besta veðrið á Norðaustur- og Austurlandi þar sem sólin skín.

Hins vegar má búast við lægð og suðaustanvindi sem spáð er að fari upp í tíu til þrettán metra á sekúndu með úrkomu annað kvöld.

Klukkan tólf í dag var hiti á Suðurlandi um fimmtán til sextán stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert