Franskir dagar gengið vel

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði voru formlega settir í gærkvöldi. Bæjarhátíðin hefur verið haldin árlega síðan árið 1996 og er hún iðulega haldin helgina fyrir Verslunarmannahelgi.

Fjölmargir tóku forskot á sæluna seinasta fimmtudag og fóru í svokallaða kennderísgöngu sem orðin er fastur liður í samkomuhaldinu. Þátttaka í göngunni þetta árið var með besta móti, enda var veður gott, en í henni gafst fólki færi á að ganga um bæinn og þiggja hinar ýmsu veitingar.

Á frönskum dögum er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert