Hótaði lögreglumönnum

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tveimur mönnum í miðborginni á sjötta tímanum í nótt vegna óláta þeirra. Þegar lögreglan færði annan þeirra í lögreglubíllinn æstist hinn allur upp og heimtaði að vera einnig handtekinn. Hann henti sér utan í bílinn og hótaði lögreglumönnunum að hann skildi ráðast á þá.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki hafi annað verið hægt að en að verða við „ósk“ hans. Maðurinn var sem sagt handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Síðar fundust fíkniefni í fórum hans.

Lögreglan segir að maðurinn hafi jafnframt þverneitað að segja til nafns, þrátt fyrir að hafa óskað eftir handtökunni. Það mun bætast við ofangreind brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert