Kynslóðirnar saman á Sæludögum

Það verður nóg um að vera á Sæludögum í Vatnaskógi …
Það verður nóg um að vera á Sæludögum í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Ljósmynd/KFUM

Líkt og síðustu ár verður fjölskylduhátíðin Sæludagar haldin í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Síðustu ár hefur fjöldi fólks sótt hátíðina en þar skemmta kynslóðirnar sér saman á kvöldvökum, úti á vatni og á íþróttavellinum. Hátíðin hefst fimmtudaginn næsta, 31. júlí, og er hún vímuefnalaus.

„Dagskráin í ár er fjölbreytt og spennandi að venju. Í Vatnaskógi er frábær aðstaða fyrir unga sem aldna og er hún nýtt á skemmtilegan og fjölskylduvænan máta Sæludögum,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar.

Boðið verður upp tónleika, varðeld, íþróttir, fræðslustundir, kvöldvökur, hoppukastalaþorp, risafótboltaleik, báta og vatnafjör, fjölskylduguðsþjónustu, spennandi unglingadagskrá og fleira, að því er fram kemur í tilkynningu.

Söng- og hæfileikasýning barnanna er fastur liður í dagskrá Sæludaga en þar hafa mörg börn stigið sín fyrstu skref á sviðinu með hljóðnema í hönd.

Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson syngja fyrir gesti og Einar Mikael töframaður mun töfra viðstadda upp úr skónum.

Forsala og nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899, frá kl. 9.00 til 17.00, og á kfum.is.

Ljósmynd/KFUM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert