Milljónir í leigu á mánuði

Íbúðahótel í Reykjavík.
Íbúðahótel í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Raunhæft er að íbúðahótel geti haft um og yfir milljón króna á mánuði í tekjur af leigu íbúðar í Reykjavík miðað við algenga meðalnýtingu.

Fjallað er um tekjumöguleika íbúðahótela í Morgunblaðinu í dag. Tekjurnar geta verið mun meiri, kemur þar fram.

Dýrasta gistingin sem dæmi er tekið af er hjá Black Pearl í Tryggvagötu. Þar kostar nóttin í júní næsta sumar 155 þúsund. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið annríki hjá íbúðahótelinu í sumar, en það er fimm stjörnu.

Baldvin Baldvinsson, annar eigenda bókunarþjónustunnar Iceland Summer, segir útleigu á íbúðum til ferðamanna í Reykjavík eiga mikla framtíð fyrir sér. Fyrirtæki greiðir eigendum 2ja herbergja íbúða 14 þúsund fyrir hverja leigða nótt.

Jökull Tómasson, eigandi K Apartments, leigir út 57 íbúðir í Reykjavík. Hann segir verulega hættu á offjölgun gististaða. Greiningardeild einnar útbreiddustu bókunarsíðu heims hafi komið auga á að færri bókanir bárust í vor en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert