Prýðisveður á Bræðslunni

Veðrið í Borgarfirði í gær lék við fólkið sem horfði …
Veðrið í Borgarfirði í gær lék við fólkið sem horfði á sólina setjast. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Helgason

Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin í tíunda sinn í ár. Ýmsir nýjungar verða á hátíðinni og má þar nefna útitónleika fyrir krakka þar sem hljómsveitin Pollapönk mun spila fyrir gesti. Hátíðin sem haldin er í Borgarfirði hefst í dag.

Áskell Heiðar Ásgeirsson, bræðslustjóri, segir að hátíðina sæki fólk á öllum aldri en hann telur að um 2.500 manns séu á hátíðarsvæðinu. 

Í ár verður hátíðin ekki einungis með tónlistartengdar uppákomur heldur verða ýmsir nýjungar í boði. Áskell segir að í dag verði meðal annars fótboltaleikur þar sem Borgfirðingar keppa við Héraðsmenn, markaður verður í bænum með mörgum söluaðilum ásamt öðrum dagskrárliðum.

„Í gær lá fólk hér hálfnakið og sólaði sig,“ segir Áskell um veðrið sem var mjög gott. Hann segir sólina ætla sofa aðeins frameftir í dag en veðrið sé þó engu að síður prýðilegt.

„Það verður vonandi skemmtileg stemning hérna hjá okkur í allan dag, sem er nýjung hjá okkur,“ segir Áskell Heiðar.

Á heimasíðu Bræðslunnar má fylgjast með helstu fréttum er hátíðina varða.

Sjá einnig Facebooksíðu Bræðslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert