Skúli sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar

Skúli Þórðarson.
Skúli Þórðarson. mbl.is/Rax

Skúli Þórðarson, fyrrum sveitarstjóri í Húnaþingi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa um miðjan ágústmánuð.

Skúli gegndi áður stöðu sveitarstjóra í Húnaþingi vestra eða frá árinu 2002 til 2014 en hann lét af þeim störfum í vor. Áður gegndi hann stöðu bæjarstjóra á Blönduósi frá árinu 1994 til 2002.

Skúli var framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á árunum 1993 til 1994. Þá hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir hönd sveitarfélaga í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslum og á Norðurlandi vestra undanfarin tuttugu ár.

Skúli lauk MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2012 og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1991.

Sjá frétt mbl.is: Gunnar Andersen vill verða sveitarstjóri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert