Aðgerðir ganga vel en hægt

mbl.is/Ómar

Björgunaraðgerðir í Ólafsfjarðarmúla ganga vel en hægt, að sögn Skúla Árnasonar, formanns svæðisstjórnar björgunarsveita á Norðurlandi. Erlendur ferðamaður er þar í sjálfheldu á lítilli syllu, nokkru norðan við gangamunnann. 

Búið er að setja upp allar tryggingar og línu til að tryggja öryggi björgunarmanna, sem nálgast nú ferðamanninn. „Það gengur samt hægt vegna þess að aðstæður eru mjög erfiðar. Það er bratt og mikið af lausu grjóti,“ segir Skúli.

Ferðamaðurinn er ekki slasaður en er nokkuð kaldur. Það var ferðafélagi hans sem óskaði eftir aðstoð.

Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn frá Akureyri mættu einnig á vettvang með meiri búnað til að komast að manninum.

Sjá frétt mbl.is: Erlendur ferðamaður í sjálfheldu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert