Fipaðist á bifhjóli

Meiðsl konunnar eru ekki talin alvarleg. Mynd úr safni.
Meiðsl konunnar eru ekki talin alvarleg. Mynd úr safni. hag / Haraldur Guðjónsson

Bifhjólakonu fipaðist á hjóli sínu í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu þegar hestastóð fór með veginum. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tólf í dag. Konan var flutt með sjúkrabíl til athugunar en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg.

Hjólið er ótrúlega lítið skemmt, að sögn Haraldar Hringssonar, lögreglumanns hjá lögreglunni á Akureyri.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er umferð til vesturs mikil. Lögreglan á Borgarnesi segir einnig að umferð til Reykjavíkur sé þung.

Lögreglan á Blönduósi segir að bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi sem lauk í gær hafi farið mjög vel fram.

„Það var fjölmenni, ég man ekki eftir svona fjölmenni þarna. Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig, ekki einu sinni slagsmál komu inn á borð hjá okkur,“ segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Blönduósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert