Í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Ingólfsfjall.
Ingólfsfjall. mbl.is/Guðmundur

Búið er að kalla út björgunarsveitir í Árnessýslu vegna konu sem er í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli. Verið er að reyna að staðsetja konuna svo hægt sé að sækja hana.

Hún er í símasambandi en getur ekki gefið nægilega greinagóðar upplýsingar um það hvar hún er stödd. Björgunarsveitir leita nú að bifreið konunnar sem getur gefið nánari vísbendingar um hvar hana er að finna í fjallinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert