Í skýjunum með Mærudaga

Á bilinu 5-6 þúsund manns nutu blíðunnar á Húsavík um …
Á bilinu 5-6 þúsund manns nutu blíðunnar á Húsavík um helgina. Hafþór Hreiðarsson

„Það hefði ekki verið hægt að óska sér betri daga. Ég er í skýjunum með hátíðina,“ segir Einar Gíslason, skipuleggjandi Mærudaga á Húsavík, eftir hápunkt hátíðarinnar í gær.

Á bilinu 5-6 þúsund manns mættu norður á Húsavík í veðurblíðu um helgina en að sögn Einars er það í takt við þann fjölda sem mætt hefur undanfarin ár. Hann segir að hátíðin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. „Ég var á fundi með lögreglunni í morgun og hún var ánægð með hvernig nóttin gekk. Auðvitað komu upp einhver atvik en ekkert alvarlegt,“ segir Einar.

Hann segir að fjölskyldustemning hafi ríkt í bænum og minna hafi verið um vandamál með ölvun heldur en undanfarin ár. Það er ekki síst vegna þess að aldurstakmark leigutaka á tjaldstæðinu var hækkað úr 18 árum í 21 ár.

„Það var ekki sama vandamálið hjá okkur eftir miðnætti og undanfarnar hátíðir varðandi ölvun unglinga. Ráðstöfunin með að hækka aldurstakmarkið hefur skilað sér, það er ekki spurning. Fullorðið fólk var lengur frameftir og allir viðburðir hér voru meira miðaðir að eldra fólki og fjölskyldunni,“ segir Einar.

Jón Arnór Pétursson töframaður sýndi listir sínar á hátíðarsvæðinu við …
Jón Arnór Pétursson töframaður sýndi listir sínar á hátíðarsvæðinu við Höfnina í gær. Jón Arnór á ættir að rekja til Húsavíkur. Hafþór Hreiðarsson
Einar Gíslason, skipuleggjandi Mærudaga.
Einar Gíslason, skipuleggjandi Mærudaga. Mynd/Þorgeir Baldursson
Slökkviliðsmenn við brennuna á Mærudögum í gær.
Slökkviliðsmenn við brennuna á Mærudögum í gær. Mynd/Þorgeir Baldursson
Kvöldsólin var falleg á Húsavík í gærkvöldi. Þessir ferðamenn létu …
Kvöldsólin var falleg á Húsavík í gærkvöldi. Þessir ferðamenn létu ekki tækifærið úr greipum renna að ná myndum af henni. Mynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert