Nokkuð um innbrot og þjófnaði í dag

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í allan dag. Strax á tólfta tímanum var tilkynnt um innbrot í íþróttahús í Kópavogi, en brotist var inn á fleiri stöðum í bænum í dag. Síðdegis í dag var lögreglan til að mynda kölluð út þar í bæ vegna eignaspjalla í grunnskóla, en þar voru rúður meðal annars brotnar.

Lögreglan stöðvaði síðan bifreið á Laugarnesvegi á tólfta tímanum, en ökumaðurinn var grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Þá var tilkynnt um þjófnaði í verslun í vesturbænum á tólfta tímanum. Klukkustund síðar var tilkynnt um þjófnað á bensínstöð í vesturbænum, þar sem kona stal veski úr fórum afgreiðslumanns. Á fjórða tímanum bárust síðan fregnir af þjófnaði á farfuglaheimili í vesturbænum.

Rétt eftir klukkan fjögur varð bifhjólaslsys á Vínlandsleið við Húsasmiðjuna, en ekki hafa fengist frekar upplýsingar um slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert