Sigrún vann keppni um útlistaverk

Sigrún Ólafsdóttir myndlistarkona.
Sigrún Ólafsdóttir myndlistarkona. mbl.is/Sigurður

Verk myndlistarkonunnar Sigrúnar Ólafsdóttur sigraði nýlega í samkeppni um útlistaverk í miðborg borgarinnar Saarbrucken í Þýskalandi. Verkið verður reist við eina aðalgöngugötu borgarinnar. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið næsta sumar.

Alls bárust níu tillögur í keppnina. Verðlaunaféð nemur fimmtán þúsund evrum, sem jafngildir um 2,2 milljónum króna, en talið er að það muni kosta yfir sex milljónir króna að koma sjálfu verkinu upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert