Slösuð göngukona sótt í Almenninga

Frá Þórsmörk. Myndin er úr safni.
Frá Þórsmörk. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitirnar Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum og Dagrenning á Hvolsvelli eru nú að sækja göngukonu sem slasaðist í Almenningum, á gönguleiðinni frá Emstrum til Þórsmerkur. Ekki er talið að konan sé alvarlega slösuð.

Sjúkraflutningamaður fer með björgunarsveitum og mun hann verkjastilla konuna fyrir flutning í sjúkrabíl sem fer áleiðis í Þórsmörk, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert