11,4 milljónir þegar safnast

Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012. Eggert Jóhannesson

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst 2014 fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Í dag eru 25 dagar í hlaupið og gengur áheitasöfnun vel. Þegar hafa safnast tæplega 11,4 milljónir til góðra málefna sem er um 10% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra. 

Áheitavefurinn hlaupastyrkur.is var opnaður sumarið 2010. Á hverju ári síðan þá hefur verið slegið met í áheitasöfnun í tengslum við hlaupið enda vefurinn bæði einfaldur og myndrænn. Í fyrra söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 72,5 milljónum til góðra málefna og var það 58% hækkun á áheitum milli ára.

Allir skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 geta skráð sig sem góðgerðahlaupara á hlaupastyrkur.is í nokkrum einföldum skrefum. Hægt er að velja á milli rúmlega 150 góðgerðarfélaga til að hlaupa fyrir og því ættu allir að geta fundið málefni sem stendur hjarta þeirra næst. 

Skráning góðgerðarfélaga fer fram í gegnum netfangið aheit@marathon.is. Hægt er að skrá góðgerðarfélög til þátttöku fram til miðvikudagsins 6. ágúst 2014.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram hér.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert