Dregur úr vindi í dag

Eitthvað mun blása á landinu í dag og má einnig …
Eitthvað mun blása á landinu í dag og má einnig gera ráð fyrir úrkomu. Ernir Eyjólfsson

Heldur haustlegt er um að litast í höfuðborginni nú í morgunsárið en nokkuð blæs ásamt úrkomu og þá er heldur þungt yfir. Sama var upp á teningnum í nótt.

Veðurstofan hafði bent á að búist væri við suðaustan 13-18 m/s og rigningu suðvestantil á landinu í nótt og hviðum yfir 30 m/s við fjöll og því væri varasamt fyrir ferðafólk með aftanívagna að vera á ferð.

Næsta sólarhringinn má gera ráð fyrir suðaustan 10-18 m/s með rigningu, hvssast SV-til en hægari suðlæg átt og yfirleitt þurrt NA-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag. Norðan 3-10 í kvöld og víða rigning. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag:
Norðan 5-13 með rigningu eða súld norðan- og austanlands en bjart með köflum syðra. Hiti 7 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan 3-10. Súld NA-til, rigning allra syðst en bjart með köflum annars staðar. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á föstudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða skýjað með köflum og líkur á skúrum, einkum SA-lands. Hiti 10 til 15 stig. 

Á laugardag og sunnudag:
Suðvestlæg átt, skýjað og dálítil væta víða um landið S- og V-vert en skýjað með köflum en yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 10 til 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert