Féll niður stiga

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Kona slasaðist á höfði þegar hún féll í stiga í íbúðarhúsi í Biskupstungum á laugardagskvöld. Talið var að konan hefði höfuðkúpubrotnað í fallinu, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flutti konuna á slysadeild Landspítalans. 

Tilkynnt var um tvær bílveltur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina. Önnur var á Hvammsvegi í Ölfusi og hin á Skálholtsvegi. Enginn slasaðist alvarlega í þessum óhöppum. 

Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum. 

Ökumenn hafa verið mjög til fyrirmyndar í umferðinni í Árnessýslu, að sögn lögreglunnar. Í vikunni var sem dæmi enginn staðinn að ölvunar- eða fíkniefnaakstri og fáir fyrir önnur umferðarlagabrot. Lögreglumenn hafa verið mjög sýnilegir í umferðinni og rætt við fólk. „Niðurstaðan er gagnkvæm ánægja,“ segir í dagbók lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert