Fluttu búnað og menn út í Surtsey

Varðskipið Þór aðstoðaði vísindamenn fyrir nokkrum dögum við að komast til og frá Surtsey sem er friðuð en vöktuð af vísindamönnum frá þeim degi sem hún myndaðist í eldgosi árið 1963.  Varðskipsmenn lentu við eyjuna á zodiac-bátum og voru tólf manns fluttir frá eyjunni til Vestmannaeyja ásamt 400 kg af búnaði.

Síðar sama dag voru fimm vísindamenn ásamt 500 kg af búnaði fluttir til Surtseyjar. Gott veður var og ekki mikið mál að lenda í eyjunni. Meðal verkefna voru viðgerðir á veðurstöð og vefmyndavél ásamt ýmsu öðru, segir í frétt á vef Gæslunnar um málið.

Þess má geta að tvær nýjar plöntutegundir fundust að þessu sinni í eyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert