Íhuga að bjóða í landið

Deilur landeigenda hamla uppbyggingu við Jökulsárlón
Deilur landeigenda hamla uppbyggingu við Jökulsárlón mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þótt sveitarfélagið hafi mikilla hagsmuna að gæta höfum við takmarkaða möguleika á íhlutun þar sem þetta er land í einkaeigu.“

Þetta segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, í Morgunblaðinu í dag um uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðafólks við Jökulsárlón.

Bæjarráð hefur ákveðið að senda öllum eigendum jarðarinnar Fells bréf með hvatningu um að þeir finni lausn á deilum og hefji uppbyggingu á svæði sem sveitarfélagið hefur látið gera deiliskipulag fyrir við lónið. Þeim er gefinn tími fram á haust. Náist ekki sátt mun sveitarfélagið skoða að gera tilboð í svæðið sem hefur verið deiliskipulagt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert