Konan tók hárrétta ákvörðun

Konan var komin niður á jafnsléttu um miðnætti í nótt.
Konan var komin niður á jafnsléttu um miðnætti í nótt. mbl.is/Guðmundur Karl

Konan sem lenti í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli í gærkvöldi var komin niður á jafnsléttu um miðnætti í nótt. Hún var nokkuð vel búin og var henni því ekki orðið mjög kalt þegar björgunarsveitarmenn náðu til hennar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hefur konan líklega farið ranga leið niður og því ekki komist lengra. Tók hún hárrétta ákvörðun, en hún kallaði eftir hjálp og beið róleg. 

Frétt mbl.is: Konan í Ingólfsfjalli fundin

Frétt mbl.is: Í sjálfheldu í Ingólfsfjalli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert