Nánast mengunarlaus framleiðsluaðferð

Hér mun sólarkísilverksmiðjan rísa á Grundartanga.
Hér mun sólarkísilverksmiðjan rísa á Grundartanga. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Efnaverkfræðingur sem vann að athugun á umhverfismálum væntanlegrar sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga segir að ný aðferð sem Silicor hefur fundið upp geri það að verkum að framleiðslan verði nánast mengunarlaus.

Skipulagsstofnun fór yfir áætlanir fyrirtækisins og komst að þeirri niðurstöðu að starfsemin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Umræður hafa skapast um hugsanlega mengun af verksmiðju sem Silicor undirbýr á Grundartanga í kjölfar greinar sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birti á bloggsíðu sinni á dögunum. Þar er talað um að framleiðsla á sólarsellum sé sóðalegt og mengandi verk og því fylgi mikil losun á eiturefninu „sílikon tetraklóríð“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert